Hvað er sköpunarmáttur, sköpunarkraftur eða sköpunarkjarkur og hvers vegna er hann mikilvægur ?

Innra með okkur höfum við hugmyndaflug, ímyndunarafl sem fleytir okkur áfram (verð þó að segja mismikið – því miður).

Börn búa yfir einstökum hæfileika til sköpunar en það sést einna helst á hugmyndum þeirra sem þau varpa fram og í sjálfsprottnum leik þeirra.

Frá fæðingu er forvitnin barninu eðlislæg og þar gerir endalausar tilraunir í umhverfi sínu. Í þessu samhengi er bennt á þá athyglisverðu staðreynd að börn frá unga aldri búa yfir ríkulegum og kraftmiklum eiginleikum til sköpunar en með árunum þverrar þessi hæfileiki svo um munar en við þekkjum öll þegar börn láta umhverfið og viðhorf annarra hafa áhrif á sig og frumkvæði til frumlegra athafna.

Sir Ken Robinson vill meina að skólakerfið drepi niður sköpunarkraft barnanna með því að gera endalausar tilraunir á því að steypa þeim öllum í sama form með því að láta þau öll læra sama námsefnið, með sömu áherslunum og síðan að meta þau með stöðluðum prófum – sem öll skólakerfi í heiminum geta miðað sig við. Robinson bendir á með bókum sínum og fyrirlestrum að allir hafi möguleika á því að vera hugmyndaríkir og skapandi en það þurfi að veita því farveg og það sé hægt með því að skólakerfið endurskoði viðtekinn hugsunarhátt gagnvart skapandi vinnubrögðum. Robinson bendir réttilega á að allt frá tímum iðnbyltingar og upphafi þess skólakerfis sem við þekkjum í dag hafi áherslan verið lögð á akademíska menntun sem hennti vel til að ,,búa til” vinnuafl fyrir iðnaðinn og var dregið úr börnum ef þau vildu einbeita sér að listgreinum eða skapandi starfi(Robinson, 2013). http://www.pbs.org/wnet/ted-talks-education/speaker/ken-robinson/ ; (Robinson, 2010)Robinson, 2011).

Í kenningum Dewey, Malaguzzi, Montessori og Vygotsky, grundvallast sú stefna að virkja eigi meðfædda forvitni og sköpunarþrá barnsins og að í henni felist möguleikar barnsins til náms. Í kennsluháttum á að leyfa börnum að læra með því að framkvæma og í verkahring kennarans væri að veita barninu tækifæri til að öðlast reynslu og að tileinka sér kunnáttu til að efla sjálfsmynd og sjálfsvitund barnsins. Einnig að barnið geti íhugað, kannað og ályktað þannig að það verði að sjálfstæðum og vitsmunalega þroskuðum einstaklingi. Hlutverk kennarans er ekki einungis að rétta barninu verkfæri og bíða síðan aðgerðalaus hjá heldur einnig að hjálpa barninu af stað, að vera veitandi, styðjandi og leiðbeinandi (Dewey, 1938/2000).

Heimildir
Dewey, J. (1938/2000). Reynsla og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (Upphaflega gefið út 1938).
Bodrova, E. og Leong, D. J. (2007). Tools of the mind. The Vygotskian approach to early childhood education. New Jersey: Pearson.
Ken Robinson, (2011). Out of Our Minds: Learning to be Creative
Lillard, P.P. (1972). Montessori. A Modern Approach. New York. Schocken Books.
http://www.montessori.edu/prod.html
http://www.pbs.org/wnet/ted-talks-education/speaker/ken-robinson/

 
Back to top