Akríl málning er næstum því það sama og þekjulitir sem mörg leikskólabörn þekkja. Akríl máling er fremur þykk málning sem þú málar með penslum á blað eða striga, stundum á plötu eða á eitthvað annað sem má mála á.

Þessa málingu getur þú notað eins og hún er en þú getur líka blandað henni saman við vatn og gert hana þynnri ef þú vilt og fer hún þá að líkjast vatnslitum. Þegar þú ert búin að mála er mikilvægt að þvo pensilinn vel en varlega til að ná öllu litarefni í burtu.

Þar sem akríl málning er þykk þá henta einna helst penslar sem eru frekar stífir. Þeir eru til dæmis úr gervihárum eða svínshárum sem eiga ekki að svigna eða bogna of mikið þegar málað er með svona þykkri málningu.

Eins þarf akríl málning þykkan og sterkan pappír eða striga. Ef pappírinn er þunnur þá bólgnar hann upp, málingin fer í gegn og pappírinn skemmist. Það er frekar leiðinlegt ef að þú ert búin(n) að vinna hörðum höndum að listaverki.

Það er mjög auðvelt og skemmtilegt að prófa að blanda saman litum með þessari málinu og hún getur kennt þér margt í litafræðinni en athugaðu að nota frumlitina við litablöndunina. Notaðu pallettu eins og listamenn gera til að prófa litablöndun – þú ert líka listamaður.

Akríl máling og þekjulitir eru af svipuðum meiði en segja má að þekjulitir séu fyrir börn og þá sem eru að byrja að mála og akríl málningin sé fyrir þá sem eru lengra komnir og kjósa betri gæði í litarefnum, íblöndunarefnum og endingu.

Kostir og gallar akríl málingar eru hversu fljót hún er að þorna. Sé verið að mála með olíulitum þarf stundum að bíða eftir því að ákveðnir litir þorni svo hægt sé að mála yfir þá að hluta til að halda áfram. Með akríllitum þá er hægt að vinna verk mikið hraðar. Í sumum tilfellum getur það hins vegar verið ókostur og sem dæmi þegar falleg litablanda þornar og skemmist á litapallettunni þinni því þú hafðir ekki nógu hraðar hendur.

Í þessu myndbandi er útskýrt hvers vegna það er mikilvægt að grunna strigann áður en þú byrjar að mála.

Í þessu myndbandi er síðan farið yfir það hversu mikilvægt það sé að nota rétta aðferð við að setja grunnlit á strigann – eftir að grunnurinn hefur verið borinn á.

Michele Theberge heldur úti áhugaverðri youtube rás þar sem hún fræðir okkur á nokkuð hlutlausan hátt um möguleika og aðferðir í akrílmálun.

Viljir þú búa til þinn eiginn striga þá er það útskýrt í þessu myndbandi

Heimildir:

http://academic.eb.com/EBchecked/topic/4249/acrylic-painting
http://www.daler-rowney.com/en/content/acrylic


Akríl málning

  • Categories →
  • Akrílmálning
 
 
Back to top