Það eru til margar tegundir af myndlistaefnivið og margar aðferðir við að nota hverja tegund. Segja má að það sé ekki til nein ein rétt aðferð við að nota hvert og eitt og því eru það tilraunir og reynsla það sem móta hvern myndlistamann.

Eftirfarandi eru áhugaverðar vefsíður og fróðleikur sem hjálpa okkur við að skilja möguleika og eiginleika þessa myndlistaefniviðs sem kynntur er hér á vefsíðunni.

Í þessu myndbandi gerir kennari litablöndun með olíumálningu góð skil.

Í þessu myndbandi er á greinargóðan hátt útskýrð ýmis atriði varðandi málningu sem eru mikilvæg.

Í þessu myndbandi er notkun vatnsleysanlegrar olíu til að nota með olíumálningu útskýrð.

Rétt eins og sá sem æfir körfubolta þarf að æfa sig í að dripla boltanum þarf sá sem vill verða betri í teikningu að æfa hendina sína. Í þessu myndbandi eru nokkrar léttar en skemmtilegar æfingar sýndar.

Hér er stutt myndband um skyggingu grunnforma með blýanti.

Í þessu myndbandi eru útskýrð nokkur gagnleg tæknileg atriði í teikningu sem hjálpa okkur á einfaldan hátt að teikna myndir.

Í þessu myndbandi er okkur bennt á að horfa á form hluta í umhverfinu okkar með tilliti til þess þegar við förum að teikna. Að þekkja formin auðveldar okkur  teikninguna.

Þessi kennari hefur búið til röð af kennslumyndböndum. Hann leggur áherslu á einbeitingu og að horfa vel á umhverfi sitt með augum teiknarans og kennir okkur ákveðna tækni við það.

Hér er myndband þar sem þú getur séð hvernig strokleður eru búin til.
Heimildir:

Meira áhugavert efni

  • Categories →
  • Meira áhugavert
 
 
Back to top