Blek er þunnur litur sem bæði getur verið gegnsær og ógagnsær. Fyrir blek eru oftast notaðir fjaðurpennar eða vatnslitapenslar en það er líka mjög gaman að teikna með priki, stöng, bursta eða einhverju öðru sem þér dettur í hug að prófa.

Blek er upprunalega ættað frá Kína þar sem það var notað í þeirra táknbundna letur og í myndskreytingar. Þá var það til í fáum litum en með árunum og í dag er hægt að fá blek í fjölmörgum litabrigðum.

Blek hagar sér líkt og vatnslitur á þann veg að það er þunnt og rennur hratt ef því er að skipta. Blek er á margan hátt litsterkara heldur en vatnsliturinn og kemur það sem vökvi í krukkum eða túpum. Bleki hentar pappír sem tekur vel á móti vökva eins og til dæmis vatnslitapappír eða álíka pappír. Athugaðu samt að það er engin regla og allar tilraunir eru skemmtilegar og veita þér reynslu.

Til eru margar tegundir af bleki og á vef wikipedia er fróðleikur um þær.

Á vef Britannica Academic er hægt að lesa meiri fróðleik um blek í sögulegu samhengi

Í þessu myndbandi sjáum við hvernig litað blek lítur út.

Í þessu myndbandi eru sýnd tæknilegri atriði varðandi notkun á fjaðurpennum, teiknipennum og bleki.

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Ink
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/171125/drawing/60324/Brush-pen-and-dyestuffs?anchor=ref167568

Blek

  • Categories →
  • Blek
 
 
Back to top