Blýantur er afar gott verkfæri til að teikna með. Með blýanti getur þú teiknað bæði ljósar línur og dökkar og með æfingu lærir þú að láta blýantinn gera marga tóna í gráa litaskalanum.

Í blýöntum er reyndar ekkert blý heldur efni sem heitir graffíti. Graffíti er sambland af kolefni, leir og vatni og er búið til með sérstökum formúlum hjá þeim sem sérhæfa sig í að framleiða blýanta. Graffíti er ekkert hættulegt en blý er það hins vegar.

Segja má að blýanturinn sé eitt af aðal verkfærum myndlistamanna. Blýantar eru tilvaldir til að gera skyssur og æfingar og með þeim er lagður grunnur að mörgum myndlistaverkum.

Blýantar eru flokkaðir í mjúka og harða blýanta. Harðir blýantar heita H og eru þeir flokkaðir eftir númerum eftir því hversu harðir þeir eru. Til dæmis er 9 H mjög harður og frá honum kemur því dauf lína en líka hárnákvæm. Eftir því sem talan lækkar (8H, 7H, 6H, 5H, 4H, 3H og 2H) verður blýanturinn mýkri.
Segja má að H og HB séu í miðjunni og sem dæmi eru flestir gulu hefðbundnu blýantanna HB.
B blýantar eru mýkri og gefa dekkri eða svartari línu. Það er vegna þess að magn kolefnis í hlutfalli eykst eftir því sem B talan hækkar og því molnar hann meira á þann hátt að meira graffíti situr eftir á blaðinu. Algengir teikniblýantar sem myndlistamenn nota eru 2B, 3B, 4B, 6B og er 9B þeirra mýkstur.

Graffít er einnig fáanlegt eitt og sér án trésins sem gjarnan umlykur blýantinn. Þá er sem dæmi hægt að leggja graffítið á hliðina og teikna með því breiðan flöt.

Á þessu myndbandi og þessari vefsíðu getur þú séð hvernig sé hægt að nota blýantinn til að skyggja teikningu af venjulegum kassa.

Þú getur lesið um sögu blýantsins, framleiðslu og fleiri tegundir af blýöntum á vef Wikipedia

Á vefsíðunni http://pencils.com/ er einnig hægt að finna margvíslegan fróðleik um blýanta.

Heimildir:
https://en.wikipedia.org/wiki/Pencil

http://www.wikihow.com/Shade-Drawings

Blýantur

  • Categories →
  • Blýantur
 
 
Back to top