Klessulitir líkjast vaxlitum nema þeir eru mýkri, gefa meiri lit frá sér en brotna líka auðveldar. Klessulitir eru frábærir litir til að teikna og mála með og þú átt eftir að hafa gaman af þeim.

Klessulitir heita einnig Olíu pastellitir og með þeim er hægt að mála og teikna á nánast hvað sem er og eru þeir því tilvaldir í margs konar verkefni. Prófaðu að teikna á litaðann pappír, spýtu, plötu, stein eða annað sem þér dettur í hug.

Klessulitir gefa frá sér þykkar og sterkar litalínur. Eftir því sem gæði þeirra eru meiri er litarefnið eða pigmentið í þeim betra. Það er auðvelt að blanda þeim saman þar sem þeir eru mjúkir en þeir eru aðallega búnir til úr vaxi, olíu og litarefni.
Athugaðu að klessulitir þorna ekki og verða alltaf eins og þeir eru – dálítið klístraðir og skilja eftir sig lit komi þeir við eitthvað annað. Þess vegna þarf að passa myndirnar sem eru gerðar með þeim og jafnvel að lakka eða spreyja létt yfir þær með lakki.

Klessulitir eða Olíu pastellitir er fremur ungur efniviður til myndlistaikunar miðað við margan annan myndlistaefnivið sem hefur verið til í aldir og árhundruði – en uppruna þeirra má annars vegar rekja til Japans og hins vegar til Frakklands á fyrri hluta 20. aldar.
Í Japan voru það mágar sem vildu umbreyta myndlistakennslu í skólakerfi Japans með því að börnin fengju að nota liti í staðin fyrir svart blek. Fram að þeim tíma hafði myndlistakennsla einungis verið á þann veg að börnin áttu að herma námkvæmlega eftir fyrirmyndum með því að teikna með svörtu bleki og að sjálfsögðu vildi þeir breyta þeirri hefð og gerðu það með því að búa til og framleiða góða liti með góðu litaúrvali og þekkjum við þessa liti í dag sem Sakura.
Í Frakklandi var það Picasso sjálfur sem átti upptökin á því að fá sérfræðinga til að framleiða ákveðna liti sem hann hafði í huga. Árangur þessa samstarfs urðu litirnir Sennelier sem enn í dag eru eftirsótt tegund meðal myndlistamanna þó að önnur framleiðslufyrirtæki hafi í kjölfarið hafið framleiðslu á þessari tegund af litum.

Á vefsíðum Britannica Academic og Wikipedia má lesa um olíu pastelliti og sögu þeirra. Einnig eru til samtök sem helga sig olíu pastellitum.

Á þessari vefsíðu vefverslunar getur þú sótt frekari fróðleik um klessuliti eða Oil Pastels.

Í þessu myndbandi er útskýrt hvernig klessulitirnir urðu til og hverjir eiginleika þeirra eru.

Heimildir:

http://academic.eb.com/EBchecked/topic/438588/painting/9425/Oil-pastels?anchor=ref364703
http://en.wikipedia.org/wiki/Oil_pastel
http://www.oilpastelsociety.com/index.html
http://www.dickblick.com/categories/oil-pastels/details/

Klessulitur

  • Categories →
  • Klessulitir
 
 
Back to top