Litahringurinn er ákveðið verkfæri til að útskýra hverjir frumlitirnir eru og hvernig þeir svo blandast saman og búa til nýja liti.
Frumlitir listamannsins eru þrír og eru gulur, rauður og blár. Þegar þú blandar tveimur af þessum litum verður til nýr litur.
Gulur og rauður búa til appelsínugulan,
gulur og blár búa til grænan og
rauður og blár búa til fjólubláan.
Með þessu móti er hægt að halda endalaust áfram en myndin hér til hliðar skýrir þetta nánar.

Í þessu myndbandi er útskýrt hvers vegna við eigum frekar að nota single Pigment (litur sem inniheldur eitt pigment) liti til litablöndunar fremur er þá sem eru samsettir úr mörgum Pigmentum. Það er vegna þess að þegar við sjálf blöndum litum saman er betra að hafa grunnlitina svo að litablöndunin verði réttari.
Segjum sem svo að þú viljir blanda saman bláum og hvítum til að fá tæran og fallegan ljósbláan lit en ef að blái liturinn inniheldur mörg pigment (þar með talið hugsanlega snefil af grænu pigmenti) þá gætir þú endað með því að fá túrkíslitaða litablöndu.

Á vef Britannica Academic má lesa áhugavert fræðsluefni um lögmál litanna og ég hvet þig til að skoða það nánar því það er mjög áhugavert. Þar og á vísindavef Háskóla Íslands getur þú einnig fræðst um muninn á því hvernig tölvuskjár birtir liti miðað við það sem við sjálf sjáum.

Á þessu myndbandi sést hvernig litablöndun fer fram.

Mikilvægt er að læra hvernig litir blandast saman til þess að geta mótað þær litablöndur og liti sem þú vilt nota í myndverkinu þín. Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig litahringurinn er búinn til.

Allir listamanns litir heita sérstökum nöfnum og á þessari vefsíðu getur þú séð lista yfir heiti þeirra, lýsingu á þeim, um sögu þeirra og úr hverju þeir eru búnir til.

Heimildir:
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/126658/colour/21839/The-laws-of-colour-mixture
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=483



“Farbkreis Itten 1961” by Zeichner: Malte AhrensOriginal uploader was MalteAhrens at de.wikipedia – Quelle: selbst erstelltOriginally from de.wikipedia; description page is/was here.. Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons – http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Farbkreis_Itten_1961.png#/media/File:Farbkreis_Itten_1961.png

Litahringurinn

  • Categories →
  • Litir og ljós
 
 
Back to top