Litarefni er efni sem notað er til að lita það sem við viljum að hafi lit. Þessi litarefni koma annars vegar úr steinum og málmum og hins vegar úr jurta- og dýraríkinu.

Á einfaldaðann hátt er munurinn á litaefnunum skýrður þannig að litarefni sem unnin eru úr steinum eða málmum eru kallaðir dreifulitir, sem við þekkjum mikið betur undir enska orðinu Pigment og litarefni sem unnin eru úr jurta- og dýraríkinu eru kallaðir leysilitir en þeir þekkjast betur undir enska orðinu Dye.

Pigment litarefni innihalda oftast nær engin lífræn efnasambönd eins og kolefni og eru Pigment litarefni á föstu formi sem korn og leysast ekki upp.

Dye litarefni eru af lífrænum meiði og innihalda kolefni og önnur lífræn efnasambönd. Þau eru heldur viðkvæmari í eðli sínu og getur efnasamsetning þeirra brotnað í minni eindir sem orsakar lélegri litfestu. Þetta getur þó verið mjög misjafnt milli dye lita og hvernig þeir hafa verið meðhöndlaðir.

Að læra um litarefni, úr hverju þau eru og hvernig þau virka getur tekið langan tíma þar sem mörg tilbrigði og samsetningar eru til að litum og litabrigðum. Litarefni, hvort sem þau eru Pigment eða Dye geta verið misjöfn að eiginleikum og gæðum. Síðan eru sum þeirra sjaldgæf og því dýrari.

Hér hefur því aðeins verið stiklað á stóru og fróðleikurinn einfaldaður svo hann komist fyrir í stuttu máli. Á vef Britannica Academic og en.wikipedia.org er hægt að sækja sér ítarlegri fróðleik með því að leita undir leitarorðunum Pigment og Dye.

Heimildir:
“Natural ultramarine pigment”. Licensed under Public Domain via Wikimedia Commons – https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Natural_ultramarine_pigment.jpg#/media/File:Natural_ultramarine_pigment.jpg
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/460189/pigment
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/174980/dye
http://en.wikipedia.org/wiki/Pigment
http://en.wikipedia.org/wiki/Dye

Litarefni

  • Categories →
  • Litir og ljós
 
 
Back to top