Til að sjá hluti þurfum við ljós, annars er bara myrkur og við sjáum ekki neitt. Eftir því sem ljósið er meira sjáum greinilegar hvað er í umhverfinu, hvar það er staðsett, hvernig það er í laginu og hvernig það er á litinn.

Þó að við lítum á ljós sem einfaldan atburð þá er fátt einfalt við hann. Ljós er rafsegulbylgjur sem heili okkar nemur og túlkar sem liti og litabrigði.

Ljós og litir virka þannig saman að þegar rafsegulsbylgjur ljóss lenda á hlut þá er það aðeins sá litur sem hluturinn (er á litinn) sem endurkastast. Það eru því ystu sameindir og atóm í hlut sem ákvarða hvernig hann er á litinn.

Því vilja margir meina að hvítur og svartur séu ekki litir í raunverulegri merkingu því þeir séu annað hvort ljós eða myrkur og þau birtustig sem eru þar á milli. Það er svo annað mál þegar maðurinn hefur fundið leið til að búa til hvítan og svartan lit svo hægt sé að mála með.

Á vefsíðu Vísindavefsins, vef Wikipedia, vef Britannice Academic og á fleiri stöðum má læra betur um ljós og liti. Ég hvet þig til að skoða þetta nánar því þetta er mjög áhugavert fyrirbæri.

heimildir:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=733
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6241
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/340440/light
http://en.wikipedia.org/wiki/Light
“Spectrum4websiteEval” by Digitally created by Deborah S Krolls, December 13, 2004. Licensed under CC BY-SA 3.0 via Wikimedia Commons – https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Spectrum4websiteEval.png#/media/File:Spectrum4websiteEval.png

Litir og ljós

  • Categories →
  • Litir og ljós
 
 
Back to top