Til eru fleiri tegundir af blýöntum. Margir þekkja skrúfblýanta vel en þeir eru búnir til úr hörðu plasti og járni og inni í þeim er lítil graffíti stöng. Með því að ýta á sérstakan stað á skrúfblýantinum kemur aðeins lítill hluti af graffíti stönginni niður í einu sem þú þá notar til að skrifa eða teikna með.

Sumum finnst skrúfblýantar einstaklega góðir til að skrifa og til að teikna. Hægt er að kaupa þá í mismunandi tegundum af graffíti, bæði hart og mjúkt og einnig í stærðum 0.5 mm, 0.7mm eða 0.9mm (í þvermál).

Einnig eru til svokallaðir fallblýantar en þeir virka á örlítið annan hátt en skrúfblýantar. Blýið í þeim er einnig heldur stærra og þykkara.

Fyrir smiði eru einnig búnir til sérstakir blýantar. Þeir eru sterkir en flatir og með þeim er hægt að strika hárnákvæmar línur sem smiðir þurfa á að halda.

Ekki má gleyma kolablýöntum en í þeim er hlutfall kolefnis mikið hærra. Þeir eru flokkaðir eftir því hversu mjúkir þeir eru og þeir mýkstu eru nálgast eins og kolin sjálf.

Blýantar eru líka til vatnsleysanlegir og þá er líkt og með vatnsleysanlega tréliti hægt að mála með pensli og vatni yfir það sem búið er að teikna en þá leysist grafítið upp og verður að fljótandi gráum eða svörtum lit. Í þessu myndbandi sérðu hvernig þetta gerist.

Hér getur þú séð mjög áhugavert myndband um það hvernig blýantar eru búnir til.

Heimildir:
https://en.wikipedia.org/wiki/Pencil
http://pencils.com/


Meira um blýanta

  • Categories →
  • Blýantur
 
 
Back to top