Olíublandaðir trélitir eru ein tegund trélita. Þeir eru mjúkir og úr þeim kemur sterkur og kröftugur litur.

Olíublandaðir trélitir eru heldur mýkri heldur en venjulegir trélitir en þó þeir séu mjúkir þá eru þeir ekki sífellt að brotna. Þessir trélitir innihalda mikið af góðu litarefni og þess vegna gefa þeir sterka og djúpa liti. Framleiðendur litanna segja okkur að mynd sem við teiknum með þeim geti enst í hundrað ár.

Sjáðu þennan reynslumikla myndlistamann teikna með þessum litum. Taktu eftir hversu sterkir og djúpir þeir eru.

Á vefsíðu stórrar vefverslunar er hægt að verða sér úti um nokkuð góðar upplýsingar um þær tegundir olíublandaðra trélita. Leitaðu einnig eftir orðunum; polycolor, polychromons, oil-based eða water-resistant ef þú vilt finna þessa tegund af trélitum.

Heimildir:
http://www.cpsa.org/
http://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Colored_pencil&oldid=640241277
http://www.dickblick.com/categories/coloredpencils/oilcolorpencils/details/
http://www.penciltopics.co.uk/

Olíublandaðir trélitir

  • Categories →
  • Trélitir
 
 
Back to top