Það er ekki allur pappír eins, það lærum við ef við skoðum pappír nánar og strjúkum ofurlaust yfir hann. Pappír kemur í margs konar litum, hann er allt frá því að vera mjög þunnur og gegnsær yfir í að vera þykkur og stífur og síðan getur hann verið sléttur og allt yfir í að vera mjög ósléttur.

Þegar þú kemur við pappír, stríkur fingrunum laust eftir honum getur þú fundið hvernig hann er. Er hann rennisléttur ? er hann jafnvel glansandi ? eða er hann loðinn, hrjúfur eða mjúkur ?

Hver tegund af pappír er búin til með ákveðið hlutverk í huga. Það eru til mjög margar tegundir af pappír og hefur hver sín sérkenni og oftast búin til með ákveðið hlutverk í huga. Við þekkjum vel ljósritunar eða prentpappír. Sá pappír er sérstaklega búin til fyrir prentara og ljósritunarvélar. Það er vegna þess að það sem hann gerir best er að sýna vel blekið sem hefur verið prentað á hann. Okkur finnst hann líka prýðilega góður til að skrifa á og við jafnvel notum hann til að teikna á og mála.

Fyrir teikningu hvort sem það er með blýöntum eða pennum, bleki eða öðru þá er betra að hafa pappír sem er ekki rennisléttur, betra er að hann sé ofurlítið hrufóttur, dálítið loðinn eða mjúkur viðkomu. Slíkur pappír gefur graffítinu eða litunum betra undirlag svo þeir nái að njóta sín betur. Þannig pappír er oftast kallaðu teiknipappír.

Pappír sem ætlað er að mála á með málningu þarf að vera þykkur og sterkur svo hann þoli þetta efni sem málningin er. Sé pappírinn of þunnur, blotnar hann af olíunni eða vatninu sem í málningunni er og á endanum trosnar hann upp og það kemur gat.

Vatnslitapappír er sérstaklega búinn til fyrir vatnsliti eða aðra liti sem eru eru svipaðir að eiginleikum. Vatnslitapappírinn drekkur mátulega mikið í sig af vökvanum án þess að skemmast og segja má að hann “stoppi” litinn á blaðinu.

Pappír er einnig flokkaður eftir þyngd og miðast sú mæling við hversu mikið einn fermetri af pappírsörk vegur. Sem dæmi þá vegur einn fermetri af hefðbundnum ljósritunarpappír 80gr. Þegar við verslum pappír þá er þetta einn af þeim þáttum sem við tökum mið af.

Það er afar misjafnt hversu lengi pappír endist. Finnir þú gömul dagblöð getur þú séð hversu þau hafa gulnað og jafnvel farin að brotna niður. Til að pappír endist lengur er betra að hann sé sýrufrír.

Á vef Wikipedia.org getur þú lesið nokkuð ítarlegan fróðleik um pappír og sögu hans.

Á vef Britannica Academic má finna ítarlegan fróðleik um tegundir pappír með tilliti til myndlistar.

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig handgerður pappír eða endurunnin pappír er búinn til.

heimildir:
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/171125/drawing/59500/Surfaces?anchor=ref167523
https://www.youtube.com/watch?v=Gq7L9-0XdVw   

http://en.wikipedia.org/wiki/Paper

Pappír

  • Categories →
  • Pappír
 
 
Back to top