Pastel litir líkjast helst lituðum krítum sem við leikum okkur með að teikna á svarta töflu eða á gangstétt. Pastel litir eru þó ætlaðir til að teikna eða mála með á blaði. Þeir koma í mörgum litum, eru mjúkir og gefa frá sér lit sem er bæði ljúfur og leikandi.

Ástæðan fyrir því að lituð blöð séu oft valin fyrir pastel liti er að þeir eru fremur daufir en taka sig sérstaklega vel út á lituðum blöðum. Frá þeim getur komið fíngert ryk sem hægt er að blása í burtu eða nota til að teikna áfram með, til dæmis með fingrunum.

Pastel litir eru einnig kallaðir þurrpastel eða þurrkrít og vísar það til eiginleika litanna.  Pastel litir eru búnir til úr litarefni (Pigmenti) og bindiefni.  Skærustu litirnir innihalda hátt hlutfall af litarefni en eftir því sem þeir verða fölari er verður hærra hlutfall á hvítu litarefni blandað með í þeim.

Pastel litir af bestu gerð innihalda mikið af góðu og hreinu Pigmenti en þar sem þau eru oft skilgreind eitruð er alls ekki sniðugt að borða slíka liti.

Hér í þessu myndbandi getur þú séð myndlistamann mála með pastel litum og þú getur lært af honum ýmsar aðferðir.

Á vef Britannica Academic  og Wikipedia.org getur þú lesið um pastel liti, úr hverju þeir eru gerðir, um sögu þeirra og síðan eiginleika.

Heimildir:

http://academic.eb.com/EBchecked/topic/445942/pastel

http://en.wikipedia.org/wiki/Pastel  https://www.youtube.com/watch?v=6QUuQJ9XwRE

Pastel litir

  • Categories →
  • Pastel litir
 
 
Back to top