Mörgum myndlistamönnum finnst nauðsynlegt að mála á striga en það er sérstakt efni sem búið er að hefta á tréramma.

Þegar þú vilt mála þá hvet ég þig til að prófa að mála á sterkann pappír, á spýtu eða plötu sem þú mátt mála á eða á stein. Sumir myndlistamenn leita í rykugum hornum að dauðum járnsmiðum og mála á þá – en auðvitað verða þeir að nota stækkunargler. Það sem ég er að segja er að það er ekkert eitt rétt í þessu frekar en öðru. Allar tilraunir og reynsla er mikilvæg fyrir þig og nám þitt.

En mörgum finnst strigi geri myndverki hærra undir höfði, það er á margan hátt rétt því ef þú ert að vinna að meistaraverki þá er ekki gott að það sé á bakhliðinni á seríóskassa.

En viljir þú mála á striga er frekar mikilvægt að undirbúa hann fyrst og það gerir þú með því að mála á hann grunn til að loka efninu sem striginn er úr. Ef þú gerir það ekki þá getur málingin lekið í gegn. Þú getur grunnað hann með sérstöku efni sem kallað er gesso en þú getur líka grunnað hann með málningu sem er sömu gerðar og þú ert að fara að mála með. Oft er hægt að kaupa tilbúna stiga en þá er búið að grunna þá og þú getur strax byrjað að mála.

Algengast er að efnið í striganum sé annað hvort úr bómul eða hör og er það síðan strekt sérstaklega á tréramma. Af því að tré er hreyfanlegt til lengri tíma þá getur það undið sig eftir því hvort það sé mikill eða lítill raki í því sjálfu og einnig í andrúmsloftinu í því herbergi sem ramminn er í. Þess vegna er ekki alltaf gott að kaupa ódýrustu rammana því viðurinn í þeim gæti verið mjög lélegur

Eins og áður er þónokkuð af gagnlegri lesningu á vef Wikipedia.org og Britannica Academic. Ég hvet þig til að kynna þér eiginleika strigans.

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Canvas
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/36477/art-conservation-and-restoration/69698/Paintings-on-canvas

Strigi

  • Categories →
  • Strigi
 
 
Back to top