Þekjulitir er þykk málning þar sem þú notar pensil til að mála með á þykkan pappír. Það er mjög gaman að blanda saman litum með þekjulitamálningu og búa til nýja liti. Þekjulitir koma í fremur stórum túpum eða brúsum. Það er auðvelt að þekja stóran flöt með þekjulitum og mála stórt myndlistaverk. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt því þú getur líka vel málað litlar myndir. Þetta fer í rauninni eftir því hversu stóran flöt þú velur til að mála á og hversu stóran eða lítinn pensil þú hefur.

Þar sem þekjulitir er þykkir þá henta einna helst penslar sem eru frekar stífir. Stífir penslar eru til dæmis úr gerfihárum eða svínshárum og svigna ekki svo auðveldlega þegar verið er að mála með þykkri málningu.

Fyrir þekjulita málningu er betra að hafa þykkan pappír og sterkan, til dæmis karton. Ef að pappírinn er þunnur þá bólgnar hann upp, málingin fer í gegn og pappírinn skemmist. Það er frekar leiðinlegt ef að þú ert búin(n) að vinna hörðum höndum að listaverki. Þú getur líka notað striga til að mála á, en einnig á plötu eða spýtu og jafnvel annað efni sem þolir þessa gerð af málningu.

Í þekjulitum eru ódýrari litarefni og íblöndunarefni heldur en í akríl málningu. Því má segja að þekjulitir séu ódýr útgáfa af akríl málningu og gerð fyrir börn og nemendur í skóla.

Hefðbundin þekjulita málning er fremur mött og í hana er búið að blanda efnum svo hún þorni ekki eins hratt og akríl málning listamansins. Það er síðan hægt að kaupa akrílmálningu fyrir börn sem líkist akrílmálningu listamannsins þó hún sé ekki sú sama að gæðum. Hún kallast einfaldlega akríl málning en hana má þekkja á umbúðunum þar sem þær vísa til þess að hún sé ætluð börnum.

Á þessari vefsíðu er gott fræðsluefni um mun á milli akríl málningu (e. Artist quality acrylic paints) og þekjulita málningu (e.Student grade acrylic paints).

Í þessu myndbandi er munurinn á akríl málningu og þekjulita málningu skýrður á hnitmiðaðann hátt.

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Acrylic_paint
http://willkempartschool.com/what-is-the-difference-between-artist-quality-vs-student-grade-acrylic-paints/

Þekjulitir

  • Categories →
  • Þekjulitir
 
 
Back to top