Trélitir eru litir sem eru búnir til eins og blýantar nema innan í trélitum er ekki blý heldur lituð stöng. Stöngin er búin til úr litarefni, vaxi og bindiefni. Utan um stöngina er tré og er hún oftast í sama lit og liturinn á trélitnum. Með trélitum getur þú teiknað myndir og síðan litað þær eins og þú vilt. Trélitir eru mjög auðveldir og skemmtilegir og með þeim hægt að búa til fjölbreyttar myndir.

Til eru margar tegundir af trélitum. Góðir trélitir eru með mikið af litarefni. Þeir lita vel og blandast vel saman við aðrar tréliti, til dæmis þegar þú litar með gulum ofan á bláan lit þá á að koma grænn litur.
En til þess að trélitir gefi fallegan lit og blandist vel saman þá verða þeir að vera ákveðið mjúkir en hvorki of mjúkir því þá brotna þeir og heldur ekki of harðir því þá kemur ekki mikill litur, þeir þurfa þess vegna að vera mátulega mjúkir.

Ef þú teiknar mynd með trélitum og hún geymist vel í 100 ár án þess að liturinn dofni þá hafa trélitirnir verið mjög góðir. En það er dálítið erfitt að komast að því eða hvað ? Sumir vísindamenn gera tilraunir á því hversu mikið og lengi litir þola sólarljós en það er einmitt sólarljósið sem gerir litina daufari með árunum.

Á vefsíðunni www.penciltopics.co.uk hefur Peter Weatherill safnað saman upplýsingum um tréliti, um mismunandi gerðir þeirra og möguleika til notkunar. Peter sem er myndlistakennari bendir okkur á að í dag er úrvalið af trélitum mjög mikið og þar sem ekki lengur er hægt að prófa hverja tegund því litirnir séu lokaðir inni í kassa, þá geti verið dálítið erfitt að finna réttu trélitina. Á vefsíðunni hefur Peter auðveldað okkur upplýsingaleitina og þú getur lesið um það hér.

Á vef wikipedia er hægt að finna nokkuð góðar upplýsingar um tréliti: wikipedia.org/wiki/Colored_pencil

Í bandaríkjunum og fleiri löndum hafa verið stofnuð samtök sem helga sig trélitum og listsköpun með þeim. Þú getur skoðað vefsíðuna þeirra hér: www.cpsa.org
Á vefsíðunni er hægt að finna margvíslegan fróðleik um tréliti, möguleika þeirra, gæðaprófanir og endingu.

Hér getur þú séð skemmtilegt myndband um það hvernig trélitir eru búnir til.

Þú getur fundið fleiri gagnlegar heimildir um tréliti á internetinu bara með því að setja orðið ,,Trélitir” eða enska heitið þeirra ,,Coloured Pencil” í glugga leitarvéla.

Heimildir:
http://www.cpsa.org/
http://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Colored_pencil&oldid=640241277
http://www.penciltopics.co.uk/

 

Trélitir

  • Categories →
  • Trélitir
 
 
Back to top