Tússlitir eða tússpenna þekkjum við flest. Tússlitir eru líkir teiknipennum nema þeir koma í öllum regnbogans litum og það er bæði skemmtilegt og fljótlegt að lita með þeim. Hugsa þarf vel um tússliti því oddur þeirra getur verið viðkvæmur og síðan geta þeir þornað upp ef það gleymist að setja lokið aftur á þá.

Þegar maður hefur teiknað eða litað með tússlitum þá er ekki hægt að stroka út það sem er komið á blaðið. Viljir þú breyta einhverju þá verður þú að gera það með nota mistökin sem þú gerðir í eitthvað annað og skemmtilegt.

Innan í tússlitum er hylki sem geymir litaðann vökvann eða blekið. Niður úr hylkinu gengur stautur úr filti sem er sífellt blautur af bleki en það er einmitt hann sem við teiknum og málum með.

Tússlitir eru eins og annað margir og misjafnir að gæðum. Tússliti er hægt að aðgreina í tvo almenna flokka, annars vegar vatnsleysanlega og hins vegar olíu íblandaða tússliti sem oft eru nefndir tússpennar þó svo að þessi tvö heiti séu ekki almennt aðgreind hér á landi.

Vatnsleysanlegir (e. water-based, non- toxic) tússlitir innihalda blek eða litarefni sem eru vatnsleysanleg. Það er hægt að þekkja þá af því að þeir eru nær lyktarlausir. Kosturinn við vatnsblandaða tússliti er að það er hægt að þvo þá af með vatni og sápu vilji svo óheppilega til að þeir lendi á óæskilegum stöðum (andlit, veggir ofl) en gallinn við þá er að margar tegundir þeirra eru fremur endingarlitlar til lengri tíma litið og í sumum tilfellum heldur daufar.

Kosturinn við tússpennar sem innihalda alkóhól, spritt eða önnur efni (e.synthetic resins, alcohol, ethyl, acid) er að þeir eru litsterkir og með góðu litarefni og ættu þar af leiðandi að endast marga áratugi. Gallinn við þá er að af þeim er vond lykt og mjög erfitt að þvo þá burtu. Í sumum tilfellum innihalda þeir óæskileg efni og því verður að varast að leyfa litlum börnum að haldfjatla þá þar sem það er í eðli þeirra að stinga öllu upp í sig.

Framleiðendur á myndlistavörum eru sem betur fer sífellt að endurbæta vörur sínar og því ættir þú að leita eftir ,,non-toxic” sem þýðir eiturefnalausir – á innihaldslýsingum.

Á þessari vefsíðu er hægt að lesa sér til um tússliti.

Tússliti er einnig hægt að fá vatns-uppleysanlega og er þá hægt að vinna með þá áfram eins og vatnsliti. Á þessu myndbandi er hægt að sjá hvernig þeir virka.

Heimildir:
http://www.dickblick.com/categories/markers/

http://en.wikipedia.org/wiki/Marker_pen

Tússlitir

  • Categories →
  • Tússlitir
 
 
Back to top