Vatnsleysanlegir trélitir eru trélitir sem þú getur bæði litað og líka málað með. Það gerir þú með því að bleyta pensil í vatni og mála yfir það sem þú hefur litað. Þegar vatnið blandast saman við leysist liturinn upp, verður að lituðum vökva og liturinn verður sterkari og dýpri.

Vatnsleysanlegum trélitum hentar best pappír sem tekur vel á móti vökva og drekkur hann mátulega í sig eins og til dæmis vatnslitapappír eða annar svipaður pappír.

Eins og með önnur verkfæri myndlistar er engin ein rétt leið til að nota vatnsleysanlega tréliti og því er best fyrir þig að gera tilraunir og prófa þig áfram. Oft eru það tilraunirnar og ekki síst mistökin sem kenna manni mest.

Á vefsíðu sem Peter Weatherill heldur úti er hægt að finna meiri upplýsingar um vatnsleysanlega tréliti.

Á vefsíðu www.wikihow.com er hægt að sjá í myndum hvernig vatnsleysanlegir vatnslitir virka.

Heimildir:
http://www.penciltopics.co.uk/
http://www.wikihow.com/Use-Watercolor-Pencils

Vatnsleysanlegir trélitir

  • Categories →
  • Trélitir
 
 
Back to top