Vatnslitur er ákaflega skemmtilegur litur. Hann er eins og lítið barn, getur hlaupið um blaðið og leikið sér eins og á vordegi.

Vatnslitir hafa þann eiginleika að vera blautir og þurfa því á að halda pappír sem tekur vel við þeim og pensil sem kann að drekka í sig vökvann ekki síður en að vera mjúkur og sveigjanlegur. Vatnslitir eru búnir til úr efni sem heldur þeim saman og heitir gum arabic og síðan litarefni. Aftan á vatnslitatúpunum eða kubbunum á að standa hvaða pigment sé notað í þá, hvort það sé fleira en eitt og hversu góð litfestan sé.

Á þessari vefsíðu getur þú fundið ítarlegar upplýsingar um vatnslitapappír.

Vatnslitir telja margir að séu erfiðir litir því þeir renna svo hratt og ákveða kannski á undan þér hvar þeir ætla að vera á blaðinu eða ákveða sjálfir hvernig þeir ætla að blanda sér saman. Samt sem áður eru þetta litirnir sem öll börn fá í upphafi að glíma við.

Vatnslitir eru fallegir, tærir og í þeim má finna einstök blæbrigði og litatóna. Myndlistamönnum finnst þeir vera lifandi og því verða þeir að mála af tilfinningu.

heimildir:
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/637363/watercolour
http://www.winsornewton.com/row/discover/our-products/water-colour-and-gouache
http://en.wikipedia.org/wiki/Watercolor_painting
http://www.winsornewton.com/row/discover/tips-and-techniques/water-colour-surfaces-a-go-to-glossary

Vatnslitur

  • Categories →
  • Vatnslitir
 
 
Back to top