Vaxlitir eru harðir litlir litir sem auðvelt er að nota og lita með. Með þeim er hægt að teikna og lita skemmtilegar myndir því þeir eru til í öllum regnbogans litum.

Vaxlitir eru algengur myndlistaefniviður fyrir börn og frægasta tegundin er Crayola. Þeir vaxlitir voru búnir til úr lituðu vaxi, olíu og öðrum efnum til að halda þeim saman á föstu formi. En það eru til margar fleiri tegundir af vaxlitum og eru þeir mismunandi eftir því hvaða efni voru notuð til að búa þá til.

Til eru olíu-blandaðir vaxlitir en þeir eru þannig að þeir eru vatnsheldir og renna ekki til ef þeir komast í snertingu við vatn. Til dæmis getur verið athyglisvert að prófa að teikna eða lita með þessum vaxlitum og mála síðan yfir með vatnslitum. Þá sérðu hvernig vatnsliturinn festist ekki yfir vaxlitinum heldur rennur af honum og þangað sem pappírinn er auður. Sjáðu betur í þessu myndbandi.
Olíu blandaðir vaxlitir geta bæði verið harðir og mjúkir og fer það eftir því hvað hver framleiðandi vill bjóða uppá.

Til dæmis eru til sérstakir Kína-vaxlitir (e. China Marker)en þeir innihalda fremur hátt hlutfall af feiti og litarefni sem gerir það að verkum að þeir eru bæði mjúkir og sumum finnst þeir jafnvel vera klístraðir.

Vaxlitir eru einnig til vatnsleysanlegir og eru þeir þá líkt og trélitirnir sem leysast upp þegar þeir komast í snertingu við vatn. Þessi möguleiki gefur þér tækifæri á að teikna myndina þín fyrst nokkuð örugglega, prófa litablöndun og síðan getur þú málað yfir með vatni og pensli. þegar þú vilt að mála yfir með pensli sem búið er að bleyta í vatni. Sjáðu á þessu myndbandi hvernig er hægt að vinna með þessa tegund af vaxlitum.

Á vefsíðu wikipedia og vefsíðu stórrar vefverslunar sem selur myndlistaefnivið, getur þú lesið þér meira til um vaxliti og eiginleika hverrar tegundar.

Hér í þessu myndbandi getur þú séð hvernig vaxlitir eru búnir til.

Heimildir:


http://en.wikipedia.org/wiki/Crayon
http://www.dickblick.com/categories/crayons/  https://www.youtube.com/watch?v=ckY6-2D3ZLQ

vaxlitur

  • Categories →
  • Vaxlitur
 
 
Back to top