Olíumálning er búin til úr sérstakri olíu, Pigment litarefni og fylliefnum sem gera hana þykka. Mörg af frægustu málverkum síðustu alda eru máluð með olíumálningu.

Olíumálning kemur í túpum og til að vinna með olíumálninguna er hún oft sett á plötu sem er kölluð litapalletta þar sem litum er blandað saman eftir þörfum og óskum. Olíumálningu hentar pensla með stífum hárum og flötur sem þolir sterka málninguna.

Helsta sérkenni olíumálningar er hversu auðvelt það er að blanda saman litum, búa til ný lita afbrigði og skapa þannig djúp blæbrigði í myndverkinu.

Vegna þess hversu olíumálning er lengi (mis lengi eftir tegundum) að þornar gefst listmálurum tækifæri til að vinna lengi í málverkinu sínu áður en málningin þornar á striganum og geta þeir því þróað áfram uppbyggingu, formsköpun og litabrigði í verkinu.

Áður en olíumálningin kom til sögunnar þurftu listmálarar að skipuleggja ætlunarverk sín mjög vel, gera margar skyssur og tilraunir því þegar þeir byrjuðu að mála, með þeim litum sem þá voru til eða litum sem þeir þurftu að búa til sjálfir, þurftu þeir að hafa hraðar hendur því málninginn þornaði fremur hratt. Með olíulitum er hins vegar hægt að byggja myndina hægt og rólega upp og breyta til með því að mála yfir eða skafa í burtu það sem maður vill ekki hafa.

Til þess að mála með olíu málningu er æskilegt að byrja að nota stífa pensla úr svínshárum eða gervihárum. Betra er að grunna flötinn sem þú ætlar að mála á en í rauninni getur þú málað á margs konar efnivið þó að algengast sé að mála olíu myndir á sérstakann striga.

Grunnur sem settur er á strigann er mjög mikilvægur því hann hefur þann tilgang að loka striganum undir málverkinu og til að verja efnið í striganum frá olíunni í málningunni þar sem olían sjálf myndi éta efnið upp með tímanum

Á vef Britannica Academic má finna ítarefni um olíu málningu og sögu hennar.

Til eru mjög margar tegundir af olíu litum og getur þú kynnt þér mismun á þeim á þessari vefsíðu.

Í þessu myndbandi eru okkur sýnt hversu skemmtileg litablöndun er með olíulitum.

Heimildir:
http://academic.eb.com/EBchecked/topic/438588/painting/9416/Oil
http://www.dickblick.com/products/blick-artists-oil-color/

Olíumálning

  • Categories →
  • Olíumálning
 
 
Back to top